Varaáætlun
<p align=justify>Ef heimurinn hryndi af einhverjum ástæðum þá ætlaði ég alltaf að flýja norður á Melrakkasléttu og lifa af landinu kringum eyðibýlið eins og forfeður mínir höfðu gert í þúsund ár en þá rann upp fyrir mér að í verkfærakassanum var ekkert nema 7 sexkantar sem fylgdu með IKEA húsgögnum og ef ég kæmist yfirleitt norður þá stæði ég með þessa sexkanta innan um svamlandi selinn og gaggandi mávinn og vaxandi grasið og ég myndi öskra á selinn og mávinn og grasið og læsa tönnunum í rekaviðinn og deyja hægt.
 
Andri Snær Magnason
1973 - ...
Af hljómorðadisknum Flugmaður.
Leiknótan, 1999.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Andra Snæ Magnason

Varaáætlun
Snati og Óli
Veðurspá