Snati og Óli
Snati minn!
snjalli vinur

þú ert víðsjárverður
svona laflaus á rásinni!

svona kallinn

leyfðu mér að þrengja sjóndeildarhringinn
aðeins betur um hálsinn

(jæja þá í þetta sinn)

en farðu ekki langt yfir skammt
(eða var það skemmt?)
því eftir næstu skilaboð
kemur

HUNDAKEX!

já hann borgar sig hlýðniskólinn

og ég lofa að verða fyrstur
til að selja þér jólin
 
Andri Snær Magnason
1973 - ...
Af hljómorðadisknum Flugmaður.
Leiknótan, 1999.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Andra Snæ Magnason

Varaáætlun
Snati og Óli
Veðurspá