Veðurspá
Jörðin hefur dregið fjallið
fyrir sólina

samt eru skýin ennþá rauð

kolin sem glóa
þegar eldurinn slokknar

ég spái þessu:

á morgun verða þau öskugrá  
Andri Snær Magnason
1973 - ...
Af hljómorðadisknum Flugmaður.
Leiknótan, 1999.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Andra Snæ Magnason

Varaáætlun
Snati og Óli
Veðurspá