Nr. 18
Ég þarf ekki að eiga fjöllin
og flytja þau með mér hvert sem ég fer

Ég sætti mig við að skilja þau eftir
á sínum stað og ganga í burtu

Ég þarf ekki að eiga ákveðna mynd
sem segir mér hver ég er

Ég sætti mig við að breytast
eins og skugginn á veggnum.

Ég þarf ekki að eiga sannleikann
skrifaðan niður á blað.

Ég sætti mig við að þekkja
mun ljóss og myrkurs

og innst inni veit ég
veit að það er satt
að orð skipta ekki lengur máli.  
Ingibjorg Elsa Björnsdóttir
1966 - ...


Ljóð eftir Ingibjörgu

Nr. 30
Án titils
Nr. 18
No. 26
Nr. 13
Nr. 75