Höfðafundurinn
Stórveldafundurinn á Höfða var planaður. Hann fylgdist
með af mikilli athygli. Og nú gerðust hlutirnir hratt.
Þegar sá dagur rann upp að leiðtogarnir skyldu lenda á
Keflavíkurflugvelli var hann staddur heima og fylgdist
með atburðunum í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Og í
þann mund sem forseti Sovétríkjanna steig frá borði
steyptist geðklofinn yfir. Og einsog vænta má var hann
eftir það virkur þátttakandi í öllu því sem fram fór á
Höfða. Það átti eftir að gerast aftur að stórpólitískir
atburðir höfðu áhrif á geðheilsu hans. Hann var í Svíþjóð
1991 þegar Persaflóastríðið braust út. Þar fékk hann
nokkuð aðsópsmikið geðklofakast og tók þátt í stríðs-
átökum af fullum þunga.  
Bjarni Bernharður
1950 - ...
Úr bókinni <i>Í sveigðu rými</i>. Útgefandi: Deus, Reykjavík 2004.


Ljóð eftir Bjarna Bernharð

Höfðafundurinn
Borgarbragur
Mynd úr Nýdölum
Trúarreynsla
Skammdegi
Stríðsguð
Vínið
Óp