Stríðsguð
Þar sást til hans síðast
í urðinni vestanverðri
slaga áveðurs á tindinn.

Nú sitja dömur við
með stramma handa á milli
og krosssauma í dúkinn
mynd af dýrlingi.

Þar sést hann.
Ungur maður með ljóst
liðað hár
krýpur við sýrualtarið
og tendrar cillumi.  
Bjarni Bernharður
1950 - ...
Úr bókinni <a href="mailto:deus@uymail.com?subject=[Pöntun]: Spor mín og vængir">Spor mín og vængir</a>.
Deus, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Bjarna Bernharð

Höfðafundurinn
Borgarbragur
Mynd úr Nýdölum
Trúarreynsla
Skammdegi
Stríðsguð
Vínið
Óp