Óp
Neyðaróp úr sálardjúpinu
náði eyrum hinna stríðandi fylkinga.
Rimlarnir hvítna.
Það skröltir tómlega í skráargötum
þegar lyklum er snúið.
Andlit varðanna sem upplituð dula.
Það barst neyðaróp úr sálardjúpinu
í nótt.  
Bjarni Bernharður
1950 - ...
Úr bókinni <a href="mailto:deus@uymail.com?subject=[Pöntun]: Spor mín og vængir">Spor mín og vængir</a>.
Deus, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Bjarna Bernharð

Höfðafundurinn
Borgarbragur
Mynd úr Nýdölum
Trúarreynsla
Skammdegi
Stríðsguð
Vínið
Óp