Ég vil burt
Ég vil burt og halda á höf,
hirða ei neitt um boðaköf,
láta storminn teygja tröf,
tuskast við mín jakkalöf.
Betra er en draumadöf,
dáðlaust líf og stundartöf
að sigla fleyi á feigðarnöf,
flytja bú í vota gröf.

Ég hef lengi í þrautum þráð
það sem yrði hjálparráð,
en aldrei marki nokkru náð,
nú er að leita þess með dáð.
Þótt ég verði bylgju að bráð,
bíður mín þar fagurt láð,
fyrir handan græðis gráð,
gullið land og sólu fáð.

- - -

Yfir djúpin breið og blá
báti litlum sigli eg á.
Mörg er bylgjan fleyi flá,
fækka engu segli má.
Austur vil ég sigla um sjá,
svala minni dýpstu þrá.
Mig dreymdi, að ég í sænum sá
sólskinsland þar austur frá.  
Stefán frá Hvítadal
1887 - 1933


Ljóð eftir Stefán frá Hvítadal

Þróttleysi
Hún kyssti mig
Haustið nálgast
Ég vil burt
Vorsól
Erla, góða Erla
Yfir lífsins svörtu sanda
Gleð þig, særða sál
Aðfangadagskvöld jóla 1912