Þú.
Í brjósti pilta tendra bláu augun bál,
Bjartir speglar inn í þína fögru sál.
Ef horfa þau til mín þá hjartað hamast ótt.
Hugur minn mun dvelja hjá þér hverja nótt.

Létt herðar þínar falla ljósir lokkar á.
Ljóð mitt lýsir vart því sem að augun sjá.
Og frá því ilminn leggur, ferskan angan finn,
Fljótt mig dreymir þá um mjúkan faðminn þinn.

Varir þínar heitar kveikja von um kossa
Sem kuldann hrekja burt og tendra blossa.
Sem funi hjartað bræðir fagra brosið hlýtt,
Og fær mig hvert sinn til að elska upp á nýtt.
 
Þórður Sveins
1987 - ...


Ljóð eftir Þórð Sveins

Lifir ást að handan?
Þú.
Faðmlag
Friends for ever and even longer
Stjörnuhrap
Komst til mín
Magnað hvernig allt er hægt