Magnað hvernig allt er hægt
Ég dæsi þegar dagurinn kemur,
draumarnir sleppa takinu og ýta mér framúr.
Af hverju var ég að vakna?
Veruleikinn getur verið svo óspennandi.
Undirmeðvitundin hendir huganum,
Hærra, þangað sem stjörnurnar hvíla.
Þar sit ég á höku hálfmánans,
horfi á stjörnurnar og hlusta á sögur.
En það eru engar stjörnur,
heldur útiljósin í borginni.
Marsbúarnir miða leyserbyssum á jörðina.
Magnað hvernig allt er hægt.
Horfandi á allt annan heim,
hugsandi á apamáli.
En maður man aldrei hvernig fór,
Reyni að rifja upp eftir að draumarnir hentu mér burt.
Sekk mér í moggann og óspennandi tilveru hversdagsins.
En næstu nótt,
næstu nótt heyri ég endinn á sögu hálfmánans,
eftir að ég sofna yfir kvöldlesningunni
og sekk inn í heim marsbúa og mánaferða.
-Magnað hvernig allt er hægt.
 
Þórður Sveins
1987 - ...


Ljóð eftir Þórð Sveins

Lifir ást að handan?
Þú.
Faðmlag
Friends for ever and even longer
Stjörnuhrap
Komst til mín
Magnað hvernig allt er hægt