Komst til mín
Með hjarta úr gulli þú gekst í mitt líf
Með gleði og brosandi varir.
Á skýi úr vonum við hlið þér ég svíf
Og vona að aldrei þú farir.
Fyrir þig skal ég berjast, blæða og þjást
Berjast í minningu þína
Vertu mér kærust og kenndu mér ást,
Ást sem að aldrei mun dvína.
Loginn í hjarta, mér lýsandi bál
Ljóð mitt það ávallt mun geyma.
Fegurst mér þykir þín saklausa sál,
Sú sem ég aldrei mun gleyma.
Með gleði og brosandi varir.
Á skýi úr vonum við hlið þér ég svíf
Og vona að aldrei þú farir.
Fyrir þig skal ég berjast, blæða og þjást
Berjast í minningu þína
Vertu mér kærust og kenndu mér ást,
Ást sem að aldrei mun dvína.
Loginn í hjarta, mér lýsandi bál
Ljóð mitt það ávallt mun geyma.
Fegurst mér þykir þín saklausa sál,
Sú sem ég aldrei mun gleyma.