Lofsöngur


Ó, aurar vors lands! Ó, lands vorra aura
vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr hagstjórnun bankanna hnýta þér krans
þínir harkarar, seðlanna safn!
Fyrir þér er ein króna sem þúsundkall
og þúsundkall króna ei meir,
einn víxill sem rýrnar við vaxtanna fall
og vonar á aur sinn og deyr.
Íslands þúsundkall
Íslands þúsundkall
einn víxill sem rýrnar við vaxtanna fall
og vonar á aur sinn og deyr.

Ó, aur! Ó aur, vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
seðlar, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál;
vér kvökum og þökkum fyrir þitt skjall,
því þú ert von einasta skjól;
vér kvökum og þökkum með auðvaldsins pall,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
Íslands þúsundkall
Íslands þúsundkall
buddunnar sífellda útþenslu brall
sem blessast við góðæris jól.

Ó, aur vors lands! Ó, lands vors aur,
vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá;
vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss gjaldþroti frá;
ó, vert þú hvern morgunn vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut,
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf,
og vor hertogi á þjóðlífsins braut;
Íslands þúsundkall
Íslands þúsundkall
verði gróandi þjóðlíf með arðvænlegt brall
sem þroskast á þjóðlífsins braut.
 
Hörður Andri Steingrímsson
1982 - ...


Ljóð eftir Hörð Andra Steingrímsson

Dýrgripir
Frá skrifstofu hins hæsta
Beðið í leynum
Fall mannsins
Lofsöngur