Hellir
inni í blautum
drungalegum
köldum
og þröngum helli
maðurinn bíður
bíður þess að sér verði bjargað
úr höndum einmanaleika
og kolsvartra veggja...
köngulær
lirfur
flugur
og leðurblökur
leika um andlit hans
hrímköld tár
kippir
geiflur
og angistin
stíga þar þungan dans...
á hjarta
á sálu
á andliti hans
stígur angistin þungan dans...
handan við hornið
þar sem augun ekki sjá
bíður útgönguleiðin
frostið hamlar fætur
sorgin leikur sálu hrjúft
úr manni dafna rætur
sem liggja niður í hellinn
...djúpt
...
handan við hornið
þar sem augun ekki sjá
bíður útgönguleiðin...
drungalegum
köldum
og þröngum helli
maðurinn bíður
bíður þess að sér verði bjargað
úr höndum einmanaleika
og kolsvartra veggja...
köngulær
lirfur
flugur
og leðurblökur
leika um andlit hans
hrímköld tár
kippir
geiflur
og angistin
stíga þar þungan dans...
á hjarta
á sálu
á andliti hans
stígur angistin þungan dans...
handan við hornið
þar sem augun ekki sjá
bíður útgönguleiðin
frostið hamlar fætur
sorgin leikur sálu hrjúft
úr manni dafna rætur
sem liggja niður í hellinn
...djúpt
...
handan við hornið
þar sem augun ekki sjá
bíður útgönguleiðin...