

ég veit ekki hvort það sé í lagi
að blóta hérna í Himnaríki
en mér er sama
10 ár í grunnskóla
4 ár í menntaskóla
3 ár í grunnnámi
2 ár í masternum
5 ár í doktornum
mörg hundruð svefnleysisnætur
mörg hundruð þúsund svitadropar
margar milljónir króna
í námslán
ég veit ekki hvort það sé í lagi
að blóta hérna í Himnaríki
en mikið ANDSKOTI er gaurinn
sem virti ekki stöðvunarskylduna
á sjálfan útskriftardaginn minn
mikið HELVÍTIS fífl...
að blóta hérna í Himnaríki
en mér er sama
10 ár í grunnskóla
4 ár í menntaskóla
3 ár í grunnnámi
2 ár í masternum
5 ár í doktornum
mörg hundruð svefnleysisnætur
mörg hundruð þúsund svitadropar
margar milljónir króna
í námslán
ég veit ekki hvort það sé í lagi
að blóta hérna í Himnaríki
en mikið ANDSKOTI er gaurinn
sem virti ekki stöðvunarskylduna
á sjálfan útskriftardaginn minn
mikið HELVÍTIS fífl...