

með brotna stöng
slitið girni
deigan öngul
og lélega beitu
held ég á veiðar
um hverja helgi
á fjölfarnasta veiðisvæðinu
í miðborginni...
hef orðið var við nokkur nört
náð að fanga nokkra titti
en er þó aldrei ánægður
með fenginn...
...
segi alltaf gömlu söguna
um skemmtilegu tökuna
gullfallegan fiskinn
fiðringinn í hjartanu
og vonbrigðin
þegar hún slapp úr háfnum...
slitið girni
deigan öngul
og lélega beitu
held ég á veiðar
um hverja helgi
á fjölfarnasta veiðisvæðinu
í miðborginni...
hef orðið var við nokkur nört
náð að fanga nokkra titti
en er þó aldrei ánægður
með fenginn...
...
segi alltaf gömlu söguna
um skemmtilegu tökuna
gullfallegan fiskinn
fiðringinn í hjartanu
og vonbrigðin
þegar hún slapp úr háfnum...