 Egósentrísk hugleiðing hjá letingja
            Egósentrísk hugleiðing hjá letingja
             
        
    ég gæti valhoppað upp og niður Everest fjall
með akkeri á herðunum
og áfengi í æðunum
án þess að blása úr nös...
ég gæti synt baksund alla leið til Antartíku
með fjallgönguskó á fótunum
og handjárn á höndunum
án þess að blása úr nös...
ég gæti stundað taumlaust kynlíf í margar vikur
með leðurgrímu á höfðinu
og rjómatertu í maganum
án þess að blása úr nös...
en í lífsgæðakapphlaupinu?
gat bara hlaupið nokkra metra...
    
     
með akkeri á herðunum
og áfengi í æðunum
án þess að blása úr nös...
ég gæti synt baksund alla leið til Antartíku
með fjallgönguskó á fótunum
og handjárn á höndunum
án þess að blása úr nös...
ég gæti stundað taumlaust kynlíf í margar vikur
með leðurgrímu á höfðinu
og rjómatertu í maganum
án þess að blása úr nös...
en í lífsgæðakapphlaupinu?
gat bara hlaupið nokkra metra...

