Trúarinnar niðurbrot
...ef stálið sterkt í sýrubaði minnkar og upp tærist
og jarðarkringluhlunkurinn á ógnarhraða færist
dýrin sem að urðu til þau anda enn og dafna
í dýpi heitu allar syndir óviljugar hafna
hvar er þá þessi guð okkar - sem öllu þessu stjórnar
...þegar meinlætissál í hefndarhug - saklausum börnum fórnar?...
...hvert snýr minn hugur til - ef þessu ég ei trúi?
og horfi upp á dauðasorg - í lífveranna búi?
hverf frá kristni? afneita guði? á mig sjálfan treysti
...í trúleysið ég færði mig - sem úr fjötrunum mig leysti...
...í blíðu og stríðu anganrósir hugga hvers manns huga
horfir hver þar maður til - ef dópið vill ei duga
í náttúrukjöltu finn ég frið - ef þarf ég á að halda
...því funheitur ég dvel þar æ og forðast heiminn kalda...
...ég þarf ei bænir - orðagljáfur - til að ósk mín rætist
í fjallasölum sál mín aum - lifnar við og kætist
loftið ferska og lækir tærir - anda lífi í hjörtu
...ligg ég heitur á kaldri grundu - í næturskini björtu...
...hér ligg ég heitur - fjarri veröld
...í næturskini björtu
...ef tilveran er dimm og köld
...blæs náttúran lífi í hjörtu...
og jarðarkringluhlunkurinn á ógnarhraða færist
dýrin sem að urðu til þau anda enn og dafna
í dýpi heitu allar syndir óviljugar hafna
hvar er þá þessi guð okkar - sem öllu þessu stjórnar
...þegar meinlætissál í hefndarhug - saklausum börnum fórnar?...
...hvert snýr minn hugur til - ef þessu ég ei trúi?
og horfi upp á dauðasorg - í lífveranna búi?
hverf frá kristni? afneita guði? á mig sjálfan treysti
...í trúleysið ég færði mig - sem úr fjötrunum mig leysti...
...í blíðu og stríðu anganrósir hugga hvers manns huga
horfir hver þar maður til - ef dópið vill ei duga
í náttúrukjöltu finn ég frið - ef þarf ég á að halda
...því funheitur ég dvel þar æ og forðast heiminn kalda...
...ég þarf ei bænir - orðagljáfur - til að ósk mín rætist
í fjallasölum sál mín aum - lifnar við og kætist
loftið ferska og lækir tærir - anda lífi í hjörtu
...ligg ég heitur á kaldri grundu - í næturskini björtu...
...hér ligg ég heitur - fjarri veröld
...í næturskini björtu
...ef tilveran er dimm og köld
...blæs náttúran lífi í hjörtu...