Víma III - Ástfangi engils
...kvöld
sólin sígur niður og lætur skuggana lengjast
bak skýjanna myrkraverur vakna upp og tengjast
ég læt vindgustinn strjúka mér létt um hár
meðan augu mín blotna og renna saknaðartár...
áður ástin í hjarta mér sat sofandi og máð
en nú hlýju frá þér er mín litla sál háð
þó röddin þín rétt áðan nærði mín eyru
vill hugur minn endalaust taka við meiru...
fiðrildin í maganum þjóta til og frá
þegar brosir þú til mín og dvelur mér hjá
en nú liggja þau kyrr og sofa svo vær
því stúlkan mín fagra kemur ei nær...
tímar munu breytast og menn allir með
á taflborði lífsins er ég agnarlítið peð
alltaf sami leikur og svartur minn litur
en er þú komst til mín er ég ei lengur bitur...
...morgunn
eftir hugleiðslu mikla gegnum tómleikanótt
byrjar lítill fugl að syngja fagurt en hljótt
í fjarskanum geislar gegnum svartnættið smjúga
og fiðrildin í maga mér taka að fljúga...
er ég heyri hvar hljóð glymur í nálægum síma
byrjar mín daglega og undurgóða víma
í maganum fiðrildin trítilóð sveima
við rödd þína - allri sorg - tekst mér að gleyma...
...
...ég er ánægður en hissa yfir því
...að vera ástfanginn að engli á ný
sólin sígur niður og lætur skuggana lengjast
bak skýjanna myrkraverur vakna upp og tengjast
ég læt vindgustinn strjúka mér létt um hár
meðan augu mín blotna og renna saknaðartár...
áður ástin í hjarta mér sat sofandi og máð
en nú hlýju frá þér er mín litla sál háð
þó röddin þín rétt áðan nærði mín eyru
vill hugur minn endalaust taka við meiru...
fiðrildin í maganum þjóta til og frá
þegar brosir þú til mín og dvelur mér hjá
en nú liggja þau kyrr og sofa svo vær
því stúlkan mín fagra kemur ei nær...
tímar munu breytast og menn allir með
á taflborði lífsins er ég agnarlítið peð
alltaf sami leikur og svartur minn litur
en er þú komst til mín er ég ei lengur bitur...
...morgunn
eftir hugleiðslu mikla gegnum tómleikanótt
byrjar lítill fugl að syngja fagurt en hljótt
í fjarskanum geislar gegnum svartnættið smjúga
og fiðrildin í maga mér taka að fljúga...
er ég heyri hvar hljóð glymur í nálægum síma
byrjar mín daglega og undurgóða víma
í maganum fiðrildin trítilóð sveima
við rödd þína - allri sorg - tekst mér að gleyma...
...
...ég er ánægður en hissa yfir því
...að vera ástfanginn að engli á ný