

Lítið hjarta í brjósti þínu hamast
Draumarnir í kringum þig svífa
í kjöltu minni liggur þú og brosir
um vangann ég strýk og augun þín lokast
Hugsanir og þrár verða að draumum
tími og stund standa í stað
þótt að þú sofnir á þarftu ekki að óttast
því að þú veist að í hjarta mínu átt þú stað
Nóttin er dimm og stjörnur lýsa upp himinn
sól að morgni hún lýsir þig á
þú vaknar og tíminn byrjar að ganga
ástin mín þú átt mig að
Nóttin er loksins horfin á brautu burt
þú ert minn engill og lífsins ljós
ég veit að þú getur ei hjá mér alltaf verið
þótt þú farir þá vil ég eiga þig að.
Draumarnir í kringum þig svífa
í kjöltu minni liggur þú og brosir
um vangann ég strýk og augun þín lokast
Hugsanir og þrár verða að draumum
tími og stund standa í stað
þótt að þú sofnir á þarftu ekki að óttast
því að þú veist að í hjarta mínu átt þú stað
Nóttin er dimm og stjörnur lýsa upp himinn
sól að morgni hún lýsir þig á
þú vaknar og tíminn byrjar að ganga
ástin mín þú átt mig að
Nóttin er loksins horfin á brautu burt
þú ert minn engill og lífsins ljós
ég veit að þú getur ei hjá mér alltaf verið
þótt þú farir þá vil ég eiga þig að.