Græna vera


Hylling?
Ertu þarna?
Ég sé þig varla
En ég veit af þér
Fáir taka eftir þér
Þú fellur alveg inn í umhverfið

Hvað ertu að hugsa?
ég veit að þú ert einmana
hefur engan til að tala við

en þú horfir á fólkið
sem leikur sér
rétt við nefið á þér

en það sér ekki þig
bara sig

en þú
þekkir leyndarmálin
og bíður eftir að álögin hverfi

og þú gangir til móts við lífið og ástina
alsæl og reynslunni ríkari
 
Ásgerður Jóhannesdóttir
1972 - ...
Samið um steinrunna furðuveru sem leynist fyrir utan íþróttamiðstöðina í Vestmannaeyjum.


Ljóð eftir Ásgerði Jóhannesdóttur

Dagurinn í dag minnir mig á daginn um daginn
Í skugga sólarinnar
Aldur eða tími?
Hvenær kemur vorið?
Sonur minn
Græna vera
Andblær
Kalt sólskin
pysja
Aðventudraumar
Fyrirgefning syndanna?