Aðventudraumar

Fallegar skýjaborgir hins kappsfulla fjarnema falla til jarðar um leið og hann stígur út úr síðasta prófinu.

Honum fallast hendur og mætir í hina vinnuna sína eftir hádegi.

Draumarnir um ilm af kanil, ajaxi og eplum hverfa í gleymsku hins þreytta hugar.

Jólin koma samt sem áður og rykhrúgurnar hírast ennþá í hornunum.

Best að hafa bara kveikt á jólaljósunum til að þær sjáist ekki eins vel.
 
Ásgerður Jóhannesdóttir
1972 - ...


Ljóð eftir Ásgerði Jóhannesdóttur

Dagurinn í dag minnir mig á daginn um daginn
Í skugga sólarinnar
Aldur eða tími?
Hvenær kemur vorið?
Sonur minn
Græna vera
Andblær
Kalt sólskin
pysja
Aðventudraumar
Fyrirgefning syndanna?