Ástar eldur
Kyndill í krafti ástar
logar í vitund minni
um nótt
steinrunnið hjarta
blæðir á ný
smyrsl kærleikans
sorgina græðir
lítill þröstur
snýr við laufi lífsins
engill með frétt
fyrir mig
hamingjan er þín
þau fögru orð er flugu
með spörfugli til mín
og vonarinnar ljós
er kyndillinn kveikti
logar glatt
vonin glitrar á ný
við fjarlægan sjóndeildarhring
ástin nú þegar er þín
 
Dúfa
1966 - ...


Ljóð eftir Dúfu

Ástar eldur
Atlaga
Lítill þröstur sagði mér
Í draumi
Hið sæta vín