Lítill þröstur sagði mér
Það lítill þröstur sagði mér,
ungur maður næstur fer,
annað hlutverk honum ætlað er
á æðri stað í heimi hér.

Með sálu hans mun ég brátt svífa
eigi ber þó neins að kvíða,
því skapari vor mun hans bíða
og kalli meistarans ber að hlíða.

Ég kváði og spurði hver það er
sem kalli hans næstur hlíða ber?
Best er að vita eigi hver næstur fer
þá þrösturinn litli svaraði mér.

Og nú ert það þú sem ert allur!
Þó eigi lífsdaga saddur,
brátt varstu frá okkur kvaddur,
ég veit þó hvar þú ert staddur.

Sárt mun mér það svíða
að þröstur varð með sál þína að svífa
bróður minn ljúfa, fagra, blíða.
Þú á betri stað munt okkar bíða.

Nú söknuð ber að og einsemd.
Ég bið þig þröstur með vinsemd,
að ástar kveðja verði honum send.
Kærleikur og gleði verður við Kristján kennd.

Þakka þér bróðir hin ljúfustu kynni.
Minning þín mun aldrei líða mér úr minni.
Sæl vorum við í návist þinni,
ég kveð þig í hinsta sinni.

Þröstur litli taktu við kveðju minni….
 
Dúfa
1966 - ...


Ljóð eftir Dúfu

Ástar eldur
Atlaga
Lítill þröstur sagði mér
Í draumi
Hið sæta vín