...útlagi hjarta þíns
mig langar að standa fyrir utan glugga þinn
í kulda og vætu þar til þú hleypir mér inn
starir aftur í augu mín og brosir við mér skært
... bros þitt er mér kært ...
mig langar að faðma þig að mér og finna þitt hár
grafa mig djúpt inn í þig og þerra mín tár
sú tilfinning að finna húð þína strjúkast við mína
... ég áður vildi sárt týna ...
mig langar að vakna upp um nætur til að sjá
að allt það góða í lífi mínu - er enn mér hjá
draga þig að mér og sofna aftur kátur
... laus við minn grátur ...
en ég stend hér enn fyrir utan gluggann í snæ
og enga inngöngu í sálu þína nokkurn tíma fæ
inn um gluggann ég stari á þig faðma hann
... stúlkan sem ég eitt sinn ann ...
ég hreyfi mig úr sporunum sem ég hef staðið í
því ég sé að þú aldrei gætir elskað mig á ný
þó hafi ég staðið hér svo mánuðum skiptir
... tókstu mínar ástartaugar - og klipptir ...
...
gamall draugur bankaði á hjarta mitt kátur
vakti upp hjá mér löngu gleymdan hlátur
hann er nú horfinn aftur - kemur ei meir
... og ást mín til hennar trosnar og deyr ...
...
óskir um gleði og kæti ég til þeirra sendi
og vona að hamingja þeirra aldrei endi
því þó ég sé núna örlítið leiður og sár
... vonandi lifið þið sæl - ókomin ár ...
í kulda og vætu þar til þú hleypir mér inn
starir aftur í augu mín og brosir við mér skært
... bros þitt er mér kært ...
mig langar að faðma þig að mér og finna þitt hár
grafa mig djúpt inn í þig og þerra mín tár
sú tilfinning að finna húð þína strjúkast við mína
... ég áður vildi sárt týna ...
mig langar að vakna upp um nætur til að sjá
að allt það góða í lífi mínu - er enn mér hjá
draga þig að mér og sofna aftur kátur
... laus við minn grátur ...
en ég stend hér enn fyrir utan gluggann í snæ
og enga inngöngu í sálu þína nokkurn tíma fæ
inn um gluggann ég stari á þig faðma hann
... stúlkan sem ég eitt sinn ann ...
ég hreyfi mig úr sporunum sem ég hef staðið í
því ég sé að þú aldrei gætir elskað mig á ný
þó hafi ég staðið hér svo mánuðum skiptir
... tókstu mínar ástartaugar - og klipptir ...
...
gamall draugur bankaði á hjarta mitt kátur
vakti upp hjá mér löngu gleymdan hlátur
hann er nú horfinn aftur - kemur ei meir
... og ást mín til hennar trosnar og deyr ...
...
óskir um gleði og kæti ég til þeirra sendi
og vona að hamingja þeirra aldrei endi
því þó ég sé núna örlítið leiður og sár
... vonandi lifið þið sæl - ókomin ár ...