...skildu ungbörnin hugsa líkt og við?
matur hungur brjóstamjólk og sorg
skapa eitt allsherjar ungbarnaorg
en hvernig veit barnið hvað er á borðum
þegar það kann ekki að tjá sig í orðum?
blómin fögur hafa sína yndislegu angan
og ljósastaurarnir búk einn svo langan
í ungum hugum þeirra orðin öðlast myndir
hvað þá um morð og mannanna syndir?
...
mamma og pabbi eru best og ráða yfir mér
þau útvega allt sem er á boðstólnum hér
ef þau rífast mikið og ofbeldi hrjúfu beita
hvað mun það þá á tungu minni heita?
pabbi ber í borðið með öskrum og látum
saman við mamma föðmumst og grátum
hann rýkur á dyr og þær lokast með hvelli
dúkkurnar mínar detta í gólfið með skelli!
með andlit mitt hallandi undir flatt
segi ég mjóróma og skelkuð: \"datt!\"
en önnur vera í horninu truflar mína sýn
grátandi þar liggur blóðug mamma mín!
mín líðan er annarleg - veit ekki neitt
blóð hennar rennur enn þunnt og heitt
brátt bresta mínar gáttir og tárin flæða
mínar agnarsmáu hendur ná ekkert að græða!
mamma horfir á mig hinsta sinni
brestur eitthvað lítið í sálu minni
úlnliður hennar svo blautur og aumur
og líftími hennar nú virkilega naumur!
...
ég kann engin orð til að tjá mína sorg
nema táraflóð mitt og mín angistarorg
drukkinn pabbi kom heim en fór svo á brott
á vörum hans eitt stórt allsherjarglott!
ég ligg enn með mömmu og á engin orð
banhungruð skríð ég ein undir borð
þar er mitt skjól - svo fer ég til mömmu
á himnum hitti ég hana - og ömmu.
nú er ég þögul því að tárin eru búin
ég sofna ein snöktandi saklaus og lúin
vakningarhróp mín til mömmu dugðu ei
nú fer ég til hennar - sofna og dey.
...
það kann að vera satt að orð mín heyrast ekki
en samt get ég blótað öllum þeim sem ég þekki
þó hugsanir mínar séu í einföldum myndum
hatast ég enn - yfir ljótra manna syndum...
skapa eitt allsherjar ungbarnaorg
en hvernig veit barnið hvað er á borðum
þegar það kann ekki að tjá sig í orðum?
blómin fögur hafa sína yndislegu angan
og ljósastaurarnir búk einn svo langan
í ungum hugum þeirra orðin öðlast myndir
hvað þá um morð og mannanna syndir?
...
mamma og pabbi eru best og ráða yfir mér
þau útvega allt sem er á boðstólnum hér
ef þau rífast mikið og ofbeldi hrjúfu beita
hvað mun það þá á tungu minni heita?
pabbi ber í borðið með öskrum og látum
saman við mamma föðmumst og grátum
hann rýkur á dyr og þær lokast með hvelli
dúkkurnar mínar detta í gólfið með skelli!
með andlit mitt hallandi undir flatt
segi ég mjóróma og skelkuð: \"datt!\"
en önnur vera í horninu truflar mína sýn
grátandi þar liggur blóðug mamma mín!
mín líðan er annarleg - veit ekki neitt
blóð hennar rennur enn þunnt og heitt
brátt bresta mínar gáttir og tárin flæða
mínar agnarsmáu hendur ná ekkert að græða!
mamma horfir á mig hinsta sinni
brestur eitthvað lítið í sálu minni
úlnliður hennar svo blautur og aumur
og líftími hennar nú virkilega naumur!
...
ég kann engin orð til að tjá mína sorg
nema táraflóð mitt og mín angistarorg
drukkinn pabbi kom heim en fór svo á brott
á vörum hans eitt stórt allsherjarglott!
ég ligg enn með mömmu og á engin orð
banhungruð skríð ég ein undir borð
þar er mitt skjól - svo fer ég til mömmu
á himnum hitti ég hana - og ömmu.
nú er ég þögul því að tárin eru búin
ég sofna ein snöktandi saklaus og lúin
vakningarhróp mín til mömmu dugðu ei
nú fer ég til hennar - sofna og dey.
...
það kann að vera satt að orð mín heyrast ekki
en samt get ég blótað öllum þeim sem ég þekki
þó hugsanir mínar séu í einföldum myndum
hatast ég enn - yfir ljótra manna syndum...
Alls ekki byggt á eigin reynslu (sem betur fer) en ég tók eftir auglýsingu frá Stigamótum um daginn og fékk því innblástur til að skrifa svona ljóð. Heimilisofbeldi er viðbjóðslegt og þess vegna fannst mér ég verða að skrifa eitthvað um það.