Reykelsið brennur út...
úr hráslaga kvölds eins í gleðimánuði margra
stíg ég hægum skrefum upp í lítillátt fjölbýlið
klæði mig úr skónum og geng áfram inn
lít á mig í speglinum
...í síðasta sinn...
stari djúpt á sjálfan mig í endurskini glerbrota
augu gamals vinar stara angurvært á móti
í nótt þar sem minningarnar dökkar hætta að vaka
ég kveð mig sjálfan með léttum kossi
...myndin kyssir mig til baka...
ég held upp í herbergið þar sem ljóðin mín fæðast
og gleðin gömul undir þungum hlutum kafnar
skuggar bak húsgagna laða mig til sín
og ég kveiki á dýru reykelsi
...meðan lífið mitt dvín...
ljúfsárir tónar frá fólki utan úr heimi
streyma í takt við reykinn sem að dansar
litast um í kringum mig - eitt stundarkorn efins
er þetta rétta leiðin út úr sorg?
...en svörin fást ekki gefins...
...
...hinn síðasti drykkur og minn síðasti unaður
...víma með hjálp gerviefna var minn eini munaður
...hendur mínar titra og skrifa þennan leir
...senn blaðið litast blóði - og penni minn deyr...
...hendur mínar hvasst hnífsblaðið strjúka
...reykelsið kalt og hættir að rjúka
...aðframkominn vill ég lífi mínu ljúka
...svo ég sting hnífnum inn í hjarta mitt sjúka...
...
og þegar ég ligg skjálfandi í eigin blóði
heyrast sársaukavein úr gömlu ljóði:
\"farinn með sorg og söknuð í hjarta
trúi á tómið sem tekur við mér
kannski ég ferðist upp í himnana bjarta
en jafnvel helvíti er skárra en það sem er hér...\"
stíg ég hægum skrefum upp í lítillátt fjölbýlið
klæði mig úr skónum og geng áfram inn
lít á mig í speglinum
...í síðasta sinn...
stari djúpt á sjálfan mig í endurskini glerbrota
augu gamals vinar stara angurvært á móti
í nótt þar sem minningarnar dökkar hætta að vaka
ég kveð mig sjálfan með léttum kossi
...myndin kyssir mig til baka...
ég held upp í herbergið þar sem ljóðin mín fæðast
og gleðin gömul undir þungum hlutum kafnar
skuggar bak húsgagna laða mig til sín
og ég kveiki á dýru reykelsi
...meðan lífið mitt dvín...
ljúfsárir tónar frá fólki utan úr heimi
streyma í takt við reykinn sem að dansar
litast um í kringum mig - eitt stundarkorn efins
er þetta rétta leiðin út úr sorg?
...en svörin fást ekki gefins...
...
...hinn síðasti drykkur og minn síðasti unaður
...víma með hjálp gerviefna var minn eini munaður
...hendur mínar titra og skrifa þennan leir
...senn blaðið litast blóði - og penni minn deyr...
...hendur mínar hvasst hnífsblaðið strjúka
...reykelsið kalt og hættir að rjúka
...aðframkominn vill ég lífi mínu ljúka
...svo ég sting hnífnum inn í hjarta mitt sjúka...
...
og þegar ég ligg skjálfandi í eigin blóði
heyrast sársaukavein úr gömlu ljóði:
\"farinn með sorg og söknuð í hjarta
trúi á tómið sem tekur við mér
kannski ég ferðist upp í himnana bjarta
en jafnvel helvíti er skárra en það sem er hér...\"