Hugleiðingar
Fýkur enn í fleiri skjól,
og fækkar góðum málum.
Forlaganna fjárans tól,
fórnar góðum sálum.
Ef æviskeiðið endist vel,
engu ber að kvíða.
Sjaldan verður manni um sel,
sem sitthvað þarf að líða.
Margur er af guði gjör,
gætinn fjór og dreyminn.
Aðrir hýsa heimskupör
og hugs ei neitt um beinin.
Fávizkan er fjári slæm,
forðumst allir hana.
Biðjum okkur betri bæn,
en bíðum ekki bana.
og fækkar góðum málum.
Forlaganna fjárans tól,
fórnar góðum sálum.
Ef æviskeiðið endist vel,
engu ber að kvíða.
Sjaldan verður manni um sel,
sem sitthvað þarf að líða.
Margur er af guði gjör,
gætinn fjór og dreyminn.
Aðrir hýsa heimskupör
og hugs ei neitt um beinin.
Fávizkan er fjári slæm,
forðumst allir hana.
Biðjum okkur betri bæn,
en bíðum ekki bana.