Augað á himnum
sýktur og brenndur eftir varganna nag
tærist og hrapa hvern einasta dag
í myrkrinu horfir þú á mig og hlærð
augað á himnum - þú hatar mig særð
þú varst allt hér
allt fyrir mér...
þú lýstir mér fögur í rökkursins dimmu
og barst mig burt eftir bardagans rimmu
nú ligg ég eftir á vígvelli dofinn
sálin hún grætur - köld og klofin
þú varst allt hér
allt fyrir mér...
en augað á himnum hverfur mér sýnum
myrkrið tekur við í huga mínum
þessi stund milli tunglskins og birtu
þegar djöflarnir sál mína hirtu
þú varst allt hér
allt fyrir mér...
dagur rís og sólin hún brennir
reynslan hún mig særir og kennir
ég aldrei mun aftur á tunglið líta
vera sterkur og á jaxlinn bíta
þú ert ekki hér
ekkert fyrir mér...
tærist og hrapa hvern einasta dag
í myrkrinu horfir þú á mig og hlærð
augað á himnum - þú hatar mig særð
þú varst allt hér
allt fyrir mér...
þú lýstir mér fögur í rökkursins dimmu
og barst mig burt eftir bardagans rimmu
nú ligg ég eftir á vígvelli dofinn
sálin hún grætur - köld og klofin
þú varst allt hér
allt fyrir mér...
en augað á himnum hverfur mér sýnum
myrkrið tekur við í huga mínum
þessi stund milli tunglskins og birtu
þegar djöflarnir sál mína hirtu
þú varst allt hér
allt fyrir mér...
dagur rís og sólin hún brennir
reynslan hún mig særir og kennir
ég aldrei mun aftur á tunglið líta
vera sterkur og á jaxlinn bíta
þú ert ekki hér
ekkert fyrir mér...