

Úti snjóar án afláts og ég er ein heima að horfa út um gluggann. Grindverkið við bílskúrinn fennir hægt og hægt í kaf. Mér þykir vænt um snjó en í dag hefði ég heldur kosið sól sem kveikir birtu og yl í einmana hjörtum. Gamli maðurinn í kjallaranum mokar snjóinn frá útidyrunum, spýtir úr nös af og til en heldur svo áfram, einbeittur. Allt í einu fer ég að hugsa um epsadrillur sem ég keypti á Spáni fyrir fimmtán árum. Í lítilli hliðargötu og konan sem seldi mér þær vita tannlaus. Nú væri notalegt að hafa þær á fótunum, stíga niður með lokuð augun og ímynda sér að tágarnar væru eldgamalt hellulagt stræti í borg við Miðjarðarhafið