

Málverkahiminn yfir bænum einsog landslag á gamalli mynd sem hann Rembrandur málaði árið 1638. Einn í dálítilli herbergiskytru og kannski einmana eftir að hafa kastað blekteikningu af konu sem hann elskaði í sýkið. Seinna um kvöldið gæti hann hafa drukkið þrjár rauðvínsflöskur á skuggalegri knæpu og hlustaði á tannlausan ungverja spila sorgarmarsa á eldgamla harmónikku.