Villtur í alsæluþoku
ég ranka við mér liggjandi með andlit mót hvítum himni
steinar allt í kringum mig en enginn liggur ofan á mér
snjónum kyngir niður og hljóð hans það eina sem heyrist
er lifandi frostrósunum dettur í hug að lenda á höfði mér...
ég er ómarinn – óbrotinn – ósærður – og lifandi mjög
ég veit ei hvar ég er staddur og sé hvorki fram né aftur
svo ég stend upp og geng af stað með spurul augun
stefni á hvítsortann minnislaus en glaður...
er ég villtur? spurningarnar teygja úr sér á vörum mínum
er ég dáinn? efinn blómstrar í frjórri mold hugar míns
hvert skal halda? áttirnar hverfa líkt og styggar rjúpur
svo ég stefni á það sem ég tel að sé rétt...
það rofar til þegar ég held lengra niður hlíðina
fjöllin gnæfa yfir mér – frosin tár á bröttum hlíðum
sólin rífur af sér huluna og brosir við mér er hún vaknar
geislarnir hitta mig og hita upp ískalda hörund mitt...
refir skjótast undan steinum
rjúpur skríða undan leynum
örninn flýgur hátt yfir mér
öll náttúran á lífi hér...
ég stend á bjargi og sál mín hlý
hef ei hugmynd hvert ég sný
austur? norður? suður? vestur?
hvert skal halda er minnið brestur???
en fegurðin svo djúp og ég stari
sé að engu skiptir hvert ég fari
því ég man ekkert hvort eð er
og gæti allt eins háttað hér....
hlýr
meyr
ástfanginn
gagntekinn
af fegurðinni hér
ég stari áfram dáleiddur og dofinn
fjöllin sofa því þögnin er ei rofin
vindurinn hvíslar og árnar skríða hljótt
andvarinn blæs í eyra mér “góða nótt”
hérna get ég að eilífu gleymt mér
dvalið að eilífu í kyrrðinni hér
hvernig get ég verið villtur
þegar ég ligg hér rólegur – stilltur
stari þögull – orðlaus upp í hljóða geima
aldrei villtur... því hér á ég heima...
steinar allt í kringum mig en enginn liggur ofan á mér
snjónum kyngir niður og hljóð hans það eina sem heyrist
er lifandi frostrósunum dettur í hug að lenda á höfði mér...
ég er ómarinn – óbrotinn – ósærður – og lifandi mjög
ég veit ei hvar ég er staddur og sé hvorki fram né aftur
svo ég stend upp og geng af stað með spurul augun
stefni á hvítsortann minnislaus en glaður...
er ég villtur? spurningarnar teygja úr sér á vörum mínum
er ég dáinn? efinn blómstrar í frjórri mold hugar míns
hvert skal halda? áttirnar hverfa líkt og styggar rjúpur
svo ég stefni á það sem ég tel að sé rétt...
það rofar til þegar ég held lengra niður hlíðina
fjöllin gnæfa yfir mér – frosin tár á bröttum hlíðum
sólin rífur af sér huluna og brosir við mér er hún vaknar
geislarnir hitta mig og hita upp ískalda hörund mitt...
refir skjótast undan steinum
rjúpur skríða undan leynum
örninn flýgur hátt yfir mér
öll náttúran á lífi hér...
ég stend á bjargi og sál mín hlý
hef ei hugmynd hvert ég sný
austur? norður? suður? vestur?
hvert skal halda er minnið brestur???
en fegurðin svo djúp og ég stari
sé að engu skiptir hvert ég fari
því ég man ekkert hvort eð er
og gæti allt eins háttað hér....
hlýr
meyr
ástfanginn
gagntekinn
af fegurðinni hér
ég stari áfram dáleiddur og dofinn
fjöllin sofa því þögnin er ei rofin
vindurinn hvíslar og árnar skríða hljótt
andvarinn blæs í eyra mér “góða nótt”
hérna get ég að eilífu gleymt mér
dvalið að eilífu í kyrrðinni hér
hvernig get ég verið villtur
þegar ég ligg hér rólegur – stilltur
stari þögull – orðlaus upp í hljóða geima
aldrei villtur... því hér á ég heima...