Kveðja
ég segi öllum hversu illa mér líður í myrkri hugarskots míns
ég rita ljóð um tilfinningar þær er éta mig að innan
svik stríðni einelti og depurð liggja milli lína minna
en þið lítið á það sem innantóm orð á blaði...
líðan mín er sönn en þær persónur sem ég þekki þekkja hana ekki
hamingjan streymir í kringum mig en ég næ ei dropa af henni
vinir og ættingjar brosa er ég kreisti upp úr mér hlátri
og telja að allt sé í lagi hjá mér...
loks fæ ég nóg og segi mína skoðun - mína líðan
um eyru mín streyma orð huggunar og loforða um betri framkomu
ég brosi og treysti á það að þið efnið þau
en við svikin fell ég enn lengra niður...
togaður upp og hrint aftur niður
lengra og lengra er ég drukkna hér
botninum náð og tárin þau svíða
og kinnarnar rauðar sem brennandi bál...
líðan mín versnar með degi hverjum
ástarsorg söknuður svik og einelti
stríðni hunsun tár og blygðun
eru allt sem ég get hugsað um nú...
dagarnir langir renna í eitt
næturnar andvaka móki ég kyrr
með sársauka í hjarta og skjálfta í höndum
strýk ég yfir haus minn sem springur brátt...
því segi ég bless við þá alla sem skilja
að mín líðan er rituð í þessu síðasta ljóði
botninum náð og ég drukkna í tárum
sálin er horfin á veg undan mér
kannski ég komi aftur á ný
til að sjá hvaða þýðingu það hafði
að ef einhver bar sanna ást til mín
hvort felli hann tár yfir gröfinni minni...
ég bið að heilsa öllum þeim er hlusta
ég bið að heilsa öllum þeim er ég unni
þó þið hafið sært mig og dregið mig niður
þá held ég að ég brátt muni fyrirgefa það...
farinn með sorg og söknuð í hjarta
trúi á tómið sem tekur við mér
kannski ég ferðist upp í himnana bjarta
en jafnvel helvíti er skárra en það sem er hér...
ég rita ljóð um tilfinningar þær er éta mig að innan
svik stríðni einelti og depurð liggja milli lína minna
en þið lítið á það sem innantóm orð á blaði...
líðan mín er sönn en þær persónur sem ég þekki þekkja hana ekki
hamingjan streymir í kringum mig en ég næ ei dropa af henni
vinir og ættingjar brosa er ég kreisti upp úr mér hlátri
og telja að allt sé í lagi hjá mér...
loks fæ ég nóg og segi mína skoðun - mína líðan
um eyru mín streyma orð huggunar og loforða um betri framkomu
ég brosi og treysti á það að þið efnið þau
en við svikin fell ég enn lengra niður...
togaður upp og hrint aftur niður
lengra og lengra er ég drukkna hér
botninum náð og tárin þau svíða
og kinnarnar rauðar sem brennandi bál...
líðan mín versnar með degi hverjum
ástarsorg söknuður svik og einelti
stríðni hunsun tár og blygðun
eru allt sem ég get hugsað um nú...
dagarnir langir renna í eitt
næturnar andvaka móki ég kyrr
með sársauka í hjarta og skjálfta í höndum
strýk ég yfir haus minn sem springur brátt...
því segi ég bless við þá alla sem skilja
að mín líðan er rituð í þessu síðasta ljóði
botninum náð og ég drukkna í tárum
sálin er horfin á veg undan mér
kannski ég komi aftur á ný
til að sjá hvaða þýðingu það hafði
að ef einhver bar sanna ást til mín
hvort felli hann tár yfir gröfinni minni...
ég bið að heilsa öllum þeim er hlusta
ég bið að heilsa öllum þeim er ég unni
þó þið hafið sært mig og dregið mig niður
þá held ég að ég brátt muni fyrirgefa það...
farinn með sorg og söknuð í hjarta
trúi á tómið sem tekur við mér
kannski ég ferðist upp í himnana bjarta
en jafnvel helvíti er skárra en það sem er hér...