Svelt
Stjörnurnar skína á himninum
eins og glassúr jarðarkringlunnar.
Mig langar að éta þær upp til agna hugsa ég á meðan garnirnar gaula
en ég er í megrun þannig að ég verð að láta mér nægja
beyskt óbragð raunveruleikans.

 
Björk Þorgrímsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Björk Þorgrímsdóttur

Svelt
Feminismi
Uppskrift að aðdaun ( aðeins fyrir þa sem vilja lifa i hjarta einhvers annars að eilifu)