Skyggnst á bak við grímuna
...úr bláskugganum í horninu sé ég afmyndaða grímu
sveiflast til sem furðumynd hjá fíkli í djúpri vímu
gengur fram hjá mér og skyggnist út um gluggann
en kiprar sig svo saman til að hverfa inn í skuggann...
...í forvitni með spurn á vör ég læðist inn og leita
spenntur líkt og rafmagnsstaur - á enninu svitableyta
ég stend nú inni í persónu - sem reynir sig að hylja
með höggum þungum reyni ég - grímuna ljótu að mylja...
...högg mín dynja á sálarveggnum - hendurnar litast blóði
ég fæ ekki inngöngu - af baráttunni enginn gróði
gríman stendur pikkföst enn - á vörum hennar gretta
því aldrei mun mér takast að - mylja vegginn þétta...
...
...ég sný tilbaka vonlítill - grímurnar sterkar æ standa
og persónurnar inni í þeim - ná aldrei sínum anda
því loftið mun á endanum innan í grímunum tæmast
og fólk allt mun til einveru - af mannanna rétti dæmast...
...en ef við brjótum niður vegginn - munum við komast út
fjarlægjum okkar grímu strax - þennan ljóta gaddavírsklút
brosum við hvoru öðru - þá fullkominn friður mun fást
einmanaleiki hverfur þá - gleðin ríkir... og allsherjarást...
sveiflast til sem furðumynd hjá fíkli í djúpri vímu
gengur fram hjá mér og skyggnist út um gluggann
en kiprar sig svo saman til að hverfa inn í skuggann...
...í forvitni með spurn á vör ég læðist inn og leita
spenntur líkt og rafmagnsstaur - á enninu svitableyta
ég stend nú inni í persónu - sem reynir sig að hylja
með höggum þungum reyni ég - grímuna ljótu að mylja...
...högg mín dynja á sálarveggnum - hendurnar litast blóði
ég fæ ekki inngöngu - af baráttunni enginn gróði
gríman stendur pikkföst enn - á vörum hennar gretta
því aldrei mun mér takast að - mylja vegginn þétta...
...
...ég sný tilbaka vonlítill - grímurnar sterkar æ standa
og persónurnar inni í þeim - ná aldrei sínum anda
því loftið mun á endanum innan í grímunum tæmast
og fólk allt mun til einveru - af mannanna rétti dæmast...
...en ef við brjótum niður vegginn - munum við komast út
fjarlægjum okkar grímu strax - þennan ljóta gaddavírsklút
brosum við hvoru öðru - þá fullkominn friður mun fást
einmanaleiki hverfur þá - gleðin ríkir... og allsherjarást...