

...skýið yfir fjallinu byrjar að gráta
og tárin leka niður gróðurlausar hlíðarnar
saltvatnið safnast saman í djúpu sári
sem verður dýpra með hverri stundu...
...að lokum jafnast fjallið við jörðu
leifarnar skolast út í kalt og blátt hafið
skýin hlæja yfir vel heppnuðu verki
en hlíðarnar rísa aldrei að nýju...
...ný grasstrá vaxa á auðri jörðinni
þar sem áður var skjólið mitt...
og tárin leka niður gróðurlausar hlíðarnar
saltvatnið safnast saman í djúpu sári
sem verður dýpra með hverri stundu...
...að lokum jafnast fjallið við jörðu
leifarnar skolast út í kalt og blátt hafið
skýin hlæja yfir vel heppnuðu verki
en hlíðarnar rísa aldrei að nýju...
...ný grasstrá vaxa á auðri jörðinni
þar sem áður var skjólið mitt...
Áður óútgefið.
Höfundur er skráður notandi ljóð.is.
Allur réttur áskilinn höfundi.
Höfundur er skráður notandi ljóð.is.
Allur réttur áskilinn höfundi.