Ást lífs míns.
Þegar ég sá þig fyrst var ég strax sannfærður um að fegurri manneskja væri ekki til á þessari jörð. Þú endurspeglar allt hið góða í fari mínu. bros þitt breytir myrkri í nýttan dag og hlátur þinn er líkt og fegurstu engla söngvar.
Ég mun ætíð standa vörð um öryggi þitt og ég mun vernda þig með lífi mínum.
Í mínum huga ert þú einn sá mesti snillingur sem uppi hefur verið, þér eru allar götur greiðar og þú getur orðið allt sem þig dreymir um,ekkert er ómögulegt þú stjórnar þinni framtíð sjálf. Þú ert dóttir mín og þú ert ást lífs míns.
 
sveinn o sigurðsson
1978 - ...


Ljóð eftir sveinn o sigurðsson

Ást lífs míns.
Til hennar
minning um vin
Birtan
Ég er guð