Arfur barnanna
Okkar ástkæru fold við nú seljum
og þar með allt dýralíf hveljum
við innflytjum erlent vinnuafl
til þess eins að setja okkur á háan stall
Við grösum og fögrum blómum sökkvum
og fögnum um leið árfarvegi dökkum
því dalir, hólar og hæðir nú undir vatni verða
og minna þá sést til fugla ferða
Okkar skömm er nánast engin
svo lengi sem samstaða við önnur lönd er fengin
þá stíflur og stríð við styðjum
án þess þó að vera spurð að því hvað við viljum
Við fyrir börnum okkar ávallt brýnum
að glögg við verðum ef við í bækur rýnum
og það að arfur okkar sé svo sterkur
svo og að missa hann væri ómældur verkur
Hvað þá með okkar land og vætti
við ættum jú, með allri okkar trú og öllum mætti
að vera við sköpun guðanna sátt
svo börn okkar ey þurfi að elda silfur grátt