auður
Sjálfselska, mont, eigingirni og nýska,
orðin sem öðrum finnst lýsa mér best.
Ég keypti mér Lexus því það er jú tíska,
og mér líður best þegar auður minn sést.

Kaupi allt það dýrasta flottasta og besta,
segi öllum frá því og sýni sem flest.
Eignast með árunum muni sem flesta,
því mér líður best þegar auður minn sést.

Hreint er ég viss um að þeir sem mig þekkja,
eru jú flestir minni en ég.
Fæstir þeir eiga jú muni sem blekkja,
allavega ekki eins mikið og ég.

Ungviði kennt hef nýsku og leti,
kosti sem gerðu mig það sem ég er.
Gert hef ég það svo að seinna þau geti,
vaxið úr grasi og hermt eftir mér.

Svo þegar seinna til hvílu er lagður,
saddur af lífi, snauðu af ást.
Þá verður sannleikur lífs míns loks sagður,
honum leið best þegar auður hans sást.
 
Þorsteinn Pálmar Einarsson
1963 - ...


Ljóð eftir Þorstein Pálmar Einarsson

auður
Síðasta orðið.
Til HAMINGJU !
Blast off !
Strákur.