Dögun dagur kvöld og nótt
Dögun
Laufið fellur niður líkt og fljót í klettabelti
kettirnir ganga um mjálmandi til að einhver hleypi þeim inn
en þrútnuð andlitin á gluggunum eru þunnindisleg
bleytt upp úr vínanda og eiturlyfjum gærkvöldsins
stara út og inn í eilífðina
blönk og innantóm
dauð fyrir mér.
Morgunn
Fólkið lifnar við og gengur út í sólríka kyrrðina
sumir kveikja á sínum fyrstu sígarettum og stynja hljótt
horfa um spekingsleg en samt svo tóm í höfðinu
taka lítil skref og sopa af sterku kaffinu
spáir í myndina á botninum á bollanum
hvort þau verði hamingjusöm
í framtíðinni.
Dagur
Bílar keyra um göturnar líkt og maurar í grasagarðinum
fylltir af fólki sem hlustar á alltof háa tónlist
og hugsar bara um gosdrykkinn og farsímann í höndum sínum
hlustar á farþegann við hlið sér í bílnum
sem talar einungis um kvöldið sem kemur
hvort það verði ekki gaman
í gleðskapnum í miðbænum.
Rökkur
Hálftómar göturnar óma af köllum og hlátri örfárra unglinga
þau svíkjast um að koma í matinn til móður sinnar
sem röflar bara um herbergisþrif og matartíma
en þeim er sama og halda áfram á hjólum sínum
borðandi sælgæti sem þau hnupluðu úr búðarhillunum
taka mynd á leigu, fara heim og leggjast upp í rúm
og prófa sig áfram á kossunum.
Kvöldhúm
Örfáar hræður týnast inn á götur miðbæjarins og drekka úr flöskum
þær virðast svo einmana þarna án allra gamalla elskhuga
leitandi sér að nýjum sálufélögum til að hlusta á sorgir þeirra
og finna sig að nýju í faðmi einhvers til að elska og þrá
örvæntingin í augum gamalla karla sem misst hafa konur sínar
eykst með klukkustundunum sem líða
en ekkert gengur í lífinu.
Nótt
Göturnar fylltar af innantómum sálum sem fylla sig með áfengi
röltandi um göturnar og vona að einhver falleg kona sjái sig
en ekkert gengur sem skyldi og leigubílarnir græða meira
tínandi upp glataðar og tíndar sálirnar úr lífsgæðakapphlaupinu
sem ekkert hafa misst og munu ekkert græða að lokum
hugsandi það sama og allir miðaldra karlmenn hugsa
að ekkert líf er skárra en að sitja heima og gráta
og vita að einhver gerir það sama.
Dögun
Ég kem heim frá skemmtilegu kvöldinu í faðmi vinahóps og ástarinnar
en finn samt hvernig þessar sýnir skríða inn í huga minn
fyllandi mig vorkunnsemi og kvíða fyrir framtíðinni
að kannski verður einhver eftir mörg ár sem mun hugsa það sama
hugsar um mig, hvernig ég missti ástina mína og geng um strætin
einmana og leitandi að einhverjum að nýju
einhverjum til að elska
og fylla framtíð mína.
Ástæðulaus kvíði
á skemmtilegu kvöldi.
Laufið fellur niður líkt og fljót í klettabelti
kettirnir ganga um mjálmandi til að einhver hleypi þeim inn
en þrútnuð andlitin á gluggunum eru þunnindisleg
bleytt upp úr vínanda og eiturlyfjum gærkvöldsins
stara út og inn í eilífðina
blönk og innantóm
dauð fyrir mér.
Morgunn
Fólkið lifnar við og gengur út í sólríka kyrrðina
sumir kveikja á sínum fyrstu sígarettum og stynja hljótt
horfa um spekingsleg en samt svo tóm í höfðinu
taka lítil skref og sopa af sterku kaffinu
spáir í myndina á botninum á bollanum
hvort þau verði hamingjusöm
í framtíðinni.
Dagur
Bílar keyra um göturnar líkt og maurar í grasagarðinum
fylltir af fólki sem hlustar á alltof háa tónlist
og hugsar bara um gosdrykkinn og farsímann í höndum sínum
hlustar á farþegann við hlið sér í bílnum
sem talar einungis um kvöldið sem kemur
hvort það verði ekki gaman
í gleðskapnum í miðbænum.
Rökkur
Hálftómar göturnar óma af köllum og hlátri örfárra unglinga
þau svíkjast um að koma í matinn til móður sinnar
sem röflar bara um herbergisþrif og matartíma
en þeim er sama og halda áfram á hjólum sínum
borðandi sælgæti sem þau hnupluðu úr búðarhillunum
taka mynd á leigu, fara heim og leggjast upp í rúm
og prófa sig áfram á kossunum.
Kvöldhúm
Örfáar hræður týnast inn á götur miðbæjarins og drekka úr flöskum
þær virðast svo einmana þarna án allra gamalla elskhuga
leitandi sér að nýjum sálufélögum til að hlusta á sorgir þeirra
og finna sig að nýju í faðmi einhvers til að elska og þrá
örvæntingin í augum gamalla karla sem misst hafa konur sínar
eykst með klukkustundunum sem líða
en ekkert gengur í lífinu.
Nótt
Göturnar fylltar af innantómum sálum sem fylla sig með áfengi
röltandi um göturnar og vona að einhver falleg kona sjái sig
en ekkert gengur sem skyldi og leigubílarnir græða meira
tínandi upp glataðar og tíndar sálirnar úr lífsgæðakapphlaupinu
sem ekkert hafa misst og munu ekkert græða að lokum
hugsandi það sama og allir miðaldra karlmenn hugsa
að ekkert líf er skárra en að sitja heima og gráta
og vita að einhver gerir það sama.
Dögun
Ég kem heim frá skemmtilegu kvöldinu í faðmi vinahóps og ástarinnar
en finn samt hvernig þessar sýnir skríða inn í huga minn
fyllandi mig vorkunnsemi og kvíða fyrir framtíðinni
að kannski verður einhver eftir mörg ár sem mun hugsa það sama
hugsar um mig, hvernig ég missti ástina mína og geng um strætin
einmana og leitandi að einhverjum að nýju
einhverjum til að elska
og fylla framtíð mína.
Ástæðulaus kvíði
á skemmtilegu kvöldi.