Noregs fornkóngur frægi
Noregs fornkóngur frægi
frílega ríður Þorri enn,
skola vill byggð og bæi,
bændur lika og hýbýlin.
Skjallarhvítt
hár um vanga,
hangir sítt
skeggið langa,
furðu lítt
fellur honum að ganga.
Viðtektir vill hann hafa
veglegar rétt sem herramann;
hvorki þarf söl né safa
að setja á borðið nú fyrir hann.
Kjötið feitt
fellur honum,
flotið heitt
eftir vonum,
spað tilreitt
sparar hann ei hjá konum.
frílega ríður Þorri enn,
skola vill byggð og bæi,
bændur lika og hýbýlin.
Skjallarhvítt
hár um vanga,
hangir sítt
skeggið langa,
furðu lítt
fellur honum að ganga.
Viðtektir vill hann hafa
veglegar rétt sem herramann;
hvorki þarf söl né safa
að setja á borðið nú fyrir hann.
Kjötið feitt
fellur honum,
flotið heitt
eftir vonum,
spað tilreitt
sparar hann ei hjá konum.