Veröld heyrið minn óð: "Það er vargöld; trítilóð!"
Hlýr ofninn virðist brennheitur er ég snerti hann létt með mögrum
fingrum... einn ískaldan janúarmorgun...
...
stari fram fyrir mig á hnakka langþreyttra sálanna týndra
dvelur hin sama hugsun í heilum þeirra og mínum?
fölleitur kennarinn útbýtir verkefnum með sorg á vörum
en viðarklætt borðið mitt hverfur ei sýnum...
á glugganum lenda stórvaxnir droparnir með hvelli
þögnin hér inni orðin óbærileg líkt og áður
í neonupplýstum hornum má heyra einstaka snöggt
því draumurinn um betra líf er þegar orðinn máður...
...
köld bifreiðin tekur á móti mér með opnum örmum og dynjandi
bassatónlist... er ég lífga stálið við með ryðfríum lyklinum...
...
inni í viðarklæddu sjónvarpsholi sest ég örmagna niður
menn lifna við á skjánum er ég ýti á einan takka
æðisgengnir skotbardagar í hrynjandi háhýsum hljóma
en ég heillast ei og læt huga minn afskiptalausan flakka...
þar sem graslendið, vötnin stór, fjöllin há gnæfa
stend ég ímynduðum fótum og læt mig dagdreyma
regnið kalt, loftið tært, dýrin öll og tárin mín
ég græt því að sálin mín - á í raun hér heima...
...
ég opna vot augun og geng hægt að ísköldum glugganum... útsýnið
inn er eitt samansafn byggða og jarðarmeins... krabbameins...
...
ég vildi að ég gæti flúið út og leitað frelsis
upp tindana þar sem að draumar mínir rætast
yfir skóglendið þar sem ég glaður myndi villast
faðmandi dýrin - þá myndi sál mín brátt kætast...
en sakborinn í heiminn sem deyðandi ógnarafl
get ég aldrei snúið aftur með samviskubit á hjarta
feður reknir voru áður úr lífsins paradís
í sjálfum mér heldur samviskan áfram að narta...
...
en til fjandans með auðæfi peningasjúkra manna
allir vilja að nám mitt klárist með prýði
en til hvers að vita svo margt um ekkert
þegar frelsisþrá hjarta míns er að brjótast úr hýði?
út úr borgarhel þar sem að gleði öll tapast
held ég heim þar sem fögru ævintýrin skapast
við munum á endanum hvert og eitt andast
en sem lík vil ég ei fjöldanum blandast!!!
...
hvers vegna að læra öll þessi fræði
þegar niðurbundin sál mín er aldrei í næði?
til hvers að vinna sér inn ógnarmikið fé
þegar peningaleysið í óbyggðum er það eina sem ég sé?
til hvers að kasta á braut minni paradís
þegar sýktur af baldni að lokum ég frýs?
farið þið menn til fjandans með tækni
ég held fast í frið
...og náttúrurækni...
...á fjöllum ég dvel brátt
...undir himninum hátt
...hef allt sem ég hef þráð
...þegar frelsi mínu er náð...
fingrum... einn ískaldan janúarmorgun...
...
stari fram fyrir mig á hnakka langþreyttra sálanna týndra
dvelur hin sama hugsun í heilum þeirra og mínum?
fölleitur kennarinn útbýtir verkefnum með sorg á vörum
en viðarklætt borðið mitt hverfur ei sýnum...
á glugganum lenda stórvaxnir droparnir með hvelli
þögnin hér inni orðin óbærileg líkt og áður
í neonupplýstum hornum má heyra einstaka snöggt
því draumurinn um betra líf er þegar orðinn máður...
...
köld bifreiðin tekur á móti mér með opnum örmum og dynjandi
bassatónlist... er ég lífga stálið við með ryðfríum lyklinum...
...
inni í viðarklæddu sjónvarpsholi sest ég örmagna niður
menn lifna við á skjánum er ég ýti á einan takka
æðisgengnir skotbardagar í hrynjandi háhýsum hljóma
en ég heillast ei og læt huga minn afskiptalausan flakka...
þar sem graslendið, vötnin stór, fjöllin há gnæfa
stend ég ímynduðum fótum og læt mig dagdreyma
regnið kalt, loftið tært, dýrin öll og tárin mín
ég græt því að sálin mín - á í raun hér heima...
...
ég opna vot augun og geng hægt að ísköldum glugganum... útsýnið
inn er eitt samansafn byggða og jarðarmeins... krabbameins...
...
ég vildi að ég gæti flúið út og leitað frelsis
upp tindana þar sem að draumar mínir rætast
yfir skóglendið þar sem ég glaður myndi villast
faðmandi dýrin - þá myndi sál mín brátt kætast...
en sakborinn í heiminn sem deyðandi ógnarafl
get ég aldrei snúið aftur með samviskubit á hjarta
feður reknir voru áður úr lífsins paradís
í sjálfum mér heldur samviskan áfram að narta...
...
en til fjandans með auðæfi peningasjúkra manna
allir vilja að nám mitt klárist með prýði
en til hvers að vita svo margt um ekkert
þegar frelsisþrá hjarta míns er að brjótast úr hýði?
út úr borgarhel þar sem að gleði öll tapast
held ég heim þar sem fögru ævintýrin skapast
við munum á endanum hvert og eitt andast
en sem lík vil ég ei fjöldanum blandast!!!
...
hvers vegna að læra öll þessi fræði
þegar niðurbundin sál mín er aldrei í næði?
til hvers að vinna sér inn ógnarmikið fé
þegar peningaleysið í óbyggðum er það eina sem ég sé?
til hvers að kasta á braut minni paradís
þegar sýktur af baldni að lokum ég frýs?
farið þið menn til fjandans með tækni
ég held fast í frið
...og náttúrurækni...
...á fjöllum ég dvel brátt
...undir himninum hátt
...hef allt sem ég hef þráð
...þegar frelsi mínu er náð...
Eitt mitt lengsta ljóð, samið fyrir stuttu síðan í jólaprófum Verzló. Eins og gefur að skilja eftir lestur á ljóðinu, þá var námsleiði eitt helsta vandamál mitt á haustönninni... enda árangurinn eftir því ;þ