

Ég leit á hana
og virti fyrir mér
andlitsdrættina
Hún sagði ekkert
og hélt áfram að glápa
á gamanþættina
Ég renndi hönd minni
í gegnum hár hennar,
ljósa lokkana
Hún sat og starði
sjónvarpið á en tók
af sér sokkana
Ég smeygði mér nær henni
líkamar okkar snertust
og hún á mig leit
augu okkar festust
Herbergið fylltist
af hitastraumum og svitalykt
og virti fyrir mér
andlitsdrættina
Hún sagði ekkert
og hélt áfram að glápa
á gamanþættina
Ég renndi hönd minni
í gegnum hár hennar,
ljósa lokkana
Hún sat og starði
sjónvarpið á en tók
af sér sokkana
Ég smeygði mér nær henni
líkamar okkar snertust
og hún á mig leit
augu okkar festust
Herbergið fylltist
af hitastraumum og svitalykt