

Elding lýsir upp muskaðan himininn
Milli kræklóttra trjánna glittir í vatnið sem vantaði.
Þoka umlykur fætur mínar og hendur,
Liggur lágt við jörðina eins og snjór.
Skríð í áttina að vatninu og hristi af mér
kuldahrollinn sem hríslast upp eftir hryggsúlunni.
Vatnið sem vantaði, vatnið sem beið
Læt mig rúlla útí og gleymi.
Gleymi öllu sem var til