Ef ég færi huldu

Elding lýsir upp muskaðan himininn
Milli kræklóttra trjánna glittir í vatnið sem vantaði.
Þoka umlykur fætur mínar og hendur,
Liggur lágt við jörðina eins og snjór.
Skríð í áttina að vatninu og hristi af mér
kuldahrollinn sem hríslast upp eftir hryggsúlunni.
Vatnið sem vantaði, vatnið sem beið
Læt mig rúlla útí og gleymi.
Gleymi öllu sem var til

 
Philippa
1981 - ...


Ljóð eftir Philippu

Ef ég færi huldu
Snæenglar
Haiku
Tuttugu og átta