bolinn okkar
ég sat eyrðarlaus á kaffihúsi
og horfði í kringum mig,
augun rákust á stelpu
sem sat í horninu.
Hún horfði niður í kaffibollann,
kaffið hringsnérist.
ég leit niður í bollan minn,
teið mitt var glært og stöðugt.
-ég var óspennandi
\"má ég vera memm?\"

Nú er teið mitt þykkt af hunangi,
ég sit í horninu,
fylgist með teinu snúast.
Það eina sem ég vil er að það stöðvist.
 
Ísabella
1988 - ...
Oft þegar við biðjum um eitthvað fáum við það. Seinna föttum við svo að allt var best einsog það var áður.


Ljóð eftir Ísabellu

bolinn okkar
nafnlaust
dagbók