

hér ofan úr hlíð
blasir það við
ljósbrot á sæ
í miðaftansól
og húsið vaggar
blítt
á sínum stað
frá upphafi vega
greypt í vitund
handan tíma og rúms
og þú veist
að lífið er ljós
lífið er ljós
og tíbrá
blasir það við
ljósbrot á sæ
í miðaftansól
og húsið vaggar
blítt
á sínum stað
frá upphafi vega
greypt í vitund
handan tíma og rúms
og þú veist
að lífið er ljós
lífið er ljós
og tíbrá