Ég elskaði þig heitast
Ég elskaði þig heitast.
Heitar en eldur brennir hús.
Heitar en bráðin hraunkvika brennir landið.
Heitar en sólin brennir ljósa húð.
Ég elskaði þig lengst.
Lengra en maraþonhlaup.
Lengra en sporbaugur jarðar.
Lengra en endimörk alheimsins.
Ég elskaði þig mest.
Meira en allt gull veraldar.
Meira en þyngd jarðar.
Meira en eðlisþyngd umheimsins.
Ég elskaði þig fyrir hver þú varst.
Ég elskaði þig fyrir hver þú lést mig vera.
Ég elskaði þig.
 
Andrea
1977 - ...


Ljóð eftir Andreu

Fundur
Ég elskaði þig heitast
Ósk