Haustljóð
Húmblár himinn
heiðgult tungl í austri
varpar kaldri birtunni
yfir hrjóstrug holtin
dimmblá fjöll í firð
og kvöldgolan andar hæg og köld
og kliðar við sölnuð stráin
í haustsins kyrrð.  
Ingólfur Ómar Ármannsson
1966 - ...


Ljóð eftir Ingólf

Tækifærisvísa
Ástar ljóð
Haustljóð