Dómurinn


Þungur er dómurinn
samt er hann vægstur
þú ræðst alltaf á garðinn
þar sem hann er lægstur.
Þig ég gjarnan vildi sjá
rotnaðan á kjúkum
því þú eitrar allt þér frá
með heilasellum sjúkum.

Með liminn í réttstöðu
biðjandi börn um káf
helst villt óþroskaða
ósnerta stúlku láf.
Að spjalla ungar stúlkur
og fá svo úr því kikk
finnst þér ekki sjálfum
þú vera eitthvað sikk?

Breiðavík 1975.  
Baugalín
2000 - ...


Ljóð eftir Baugalín

BÖLBÆN
ÖMURLEG ÖRLÖG
Biblíuljóðið
Dómurinn