Stress
Hlaup, troðningur, slagsmál, læti!
Einhver missti bókina sína og tróðst undir skrílnum.
ég mun ekki sakna hans því ég þekkti hann ekki.

Ofsaakstur, árekstur, slagsmál, læti!
Einhver sá ekki rauða ljósið, og tróðst undir bílum.
ég mun ekki sakna hans því ég þekkti hann ekki.

Ofsaakstur, troðningur, hlaup, árekstur.
Hjartað á fullu, allan liðlangan daginn.
Veikleiki hinna sterku gossar upp.

Sagt er að meðalaldur muni fara hækkandi.
ekki hjá Íslendingum!
Við erum alltaf að drífa okkur, og munum flýta okkur í dauðann.

Ég spái því að hjartasjúkdómar verða í tísku eftir 15-20 ár, staðinn fyrir Hugo Boss og niðurhal.
 
Mossi
1985 - ...


Ljóð eftir Mossa

Sjálfur
Góði Drengurinn
Niðurstaða
Þrælahald
Stress